- Elfar@reki.is
- Kristinn@reki.is
- Tryggvi@reki.is
- Bokhald@reki.is
- Skemmuvegur 46, 200 Kópavogur
Um okkur
- Home
- Um okkur
Um mitt ár 1988 komu saman nokkrir atorkusamir menn og ákváðu að stofna fyrirtæki sem þjónaði sjávarútveginum. Það var niðursveifla í efnahagslífinu en menn töldu að rekstur sem þyrfti að takast á við og lifa erfiðleika mögru áranna hlyti að njóta þess þegar betur áraði.
Fyrirtækið hlaut nafnið Reki ehf. og hóf starfsemi í 25 fermetra herbergi á Fiskislóð í húsi sem þá bar númerið 90, en hefur hins vegar annað húsnúmer í dag. Í upphafi var einn starfsmaður en fljótlega bættist annar við. Megináhersla var lögð á þjónustu við smábátasjómenn. Þungamiðja starfseminnar fyrstu árin laut að sölu og þjónustu á hinum þekktu Sabb bátavélum frá Noregi auk ýmiss annars búnaðar fyrir bátana. Reki ehf. tók líka þátt í nýsmíðaævintýrinu í kringum 1990 og lét fyrirtækið smíða 5 og 10-12 tonna báta í Noregi hjá Selfa båt AS. Áður en yfir lauk voru fluttir inn 20 báta, sem margir eru enn í notkun.
Aukin umsvif kölluðu á stærra húsnæði og í ársbyrjun 1992 var flutt á Grandagarð 5, fyrst á neðri hæðina og síðan yfirtekið allt húsið. Þáttaskil urðu í rekstrinum á árunum 1992-3. Með síauknum fjölda þjónustufyrirtæka í smábátageiranum og augljósri fyrirhugaðri fækkun þessarra báta var ákveðið að færa út kvíarnar og lögð aukin áhersla á þjónustu við stærri skip og báta. Það gekk eftir og var sérstök áhersla lögð á vélarrúmið og búnað tengdan því. Fyrirtækinu tökst að ná góðum viðskiptatengslum víða um heim og skapa sér gott nafn bæði á markaði hér og eins meðal birgja.
Þegar líða tók að aldamótum var ljóst að markaðurinn kallaða á aukna sérhæfingu. Reki ehf. svaraði því kalli með aukinn áherslu á ákveðna vöruþætti án þess þó að kasta öðrum fyrir róða. Árið 2000 var gerður samningur við hinn þekkta síuframleiðanda, Donaldson, um dreifingu á framleiðslu þeirra á íslenskum markaði. Donaldson er í fararbroddi í hönnun og framleiðslu síubúnaðar, sérstaklega loftsíubúnaði fyrir atvinnutæki og iðnað. Þessi samningur kallaði á stærra húsnæði og árið 2001 var flutt í núverandi húsnæði á Fiskislóð 57-59. Samstarfið við Donaldson hefur gengið afar vel og vegna góðs árangurs hlaut Reki ehf. sérstök verðlaun sem veitt eru árlega einungis 3 fyrirtækjum (af um 150). Verðlaunin heita Dedication to Excellence Award, og var fyrirtækið nefnt Authorized Distributor of the Year 2004.
Í dag hefur Reki ehf. skapað sér sterka stöðu á markaði, sérstaklega í síum og síubúnaði fyrir atvinnutæki, atvinnubíla og iðnað. Grunnurinn er stór lager og mikil þekking. Ennfremur er sérhæfing í kolþéttum og ýmsum búnaði fyrir skip og báta.
Í stefnumótun fyrirtækisins felst í fyrsta lagi að áhersla er lögð á staðfest gæði þess búnaðar og varahluta sem boðið er upp á. Þjónusta og þekking er í öðru sæti ásamt lagersetningu og í þriðja sæti er áherslan á að bjóða framangreindan búnað á sem bestu verði.
Stefna fyrirtækisins hefur skilað því í ráðandi stöðu í sínum geira markaðarins. Þeim sem reka atvinnutæki er mest í mun að þau starfi eins og þeim er ætlað með sem minnstum frátöfum vegna bilana eða þjónustuhléa. Þeir þurfa að geta treyst því að rekstarhlutir séu af þeim gæðum sem framleiðandi tækisins gerir kröfu um. Eins þarf aðgengið að rekstrarhlutum að vera með þeim hætti að ekki valdi óþarfa rekstrarhléi.
Í dag eru þrír til fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu, þar af tveir vélfræðingar. Fyrirtækið er í rúmgóðu húsnæði sem hentar vel starfsemi þess.