Við vekjum athygli á því að við erum fluttir að
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Hvað bjóðum við?
Við sérhæfum okkur í síum og öðrum búnaði tengdum vinnuvélum, hópferðabílum, skipum og bátum og ýmsum iðnaði. Þar má sem dæmi nefna sæti, dælur, flautur, lúðra og margt fleira. Reki er með áratugareynslu við að þjónusta þennan iðnað. Með flesta af stærstu birgjum heims á sínu sviði og góðan lager getum tryggt sem besta þjónustu og skjótan afhendingartíma á öllum helstu vörum.
Starfsfólk okkar hefur háan starfsaldur innan fyrirtækisins og nýtist það okkur til að bjóða viðskiptavininum ennþá betri þjónustu í formi reynslu og þekkingar sem fæstir hafa upp á að bjóða.