Frydenbø Sabb Motor var stofnað árið 1925, nafnið var upprunalega Damsgaard. Árið 1971 varð fyrirtækið að hlutafélagi og nafninu breytt í SABB Motor AS. í október 2006 var félagið keypt af Frydenbø Industri AS og nafninu breytt í Frydenbø Sabb Motor AS.
Frydenbø Sabb Motor hefur langa reynslu af þróun, framleiðslu, prófunum og þjónustu á dísilvélum fyrir skip og báta á norðurhöfum. Tæknilegar lausnir Frydenbø Sabb Motor AS tákna fullkomnun í gæðum fyrir alla þá sem starfa við erfiðar aðstæður. Þúsundir Sabb véla er í notkun um allan heim í dag.